Sunday, November 30, 2008

Góður Draumur



Mig dreymdi rosalegan draum um daginn. Þannig var að R.Kelly og Usher voru báðir að keppast um athygli mína. Ofmat? Já klárlega, þó svo að ég væri nú ekkert æst í R.Kelly þá hefði maður ekkert á móti smá Usher...
En amk var þetta rosa góður draumur þar sem að þeir voru alltaf að gefa mér alls konar hluti og þannig. 
Spurning hvort að vinur minn The Game fari að láta sjá sig í draumalandinu? - Ég bíð spennt..
-Siga

Monday, November 10, 2008

Eva Longoria má ekki gefa blóð


Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum að ég er lítil. Nett, fíngerð, smávaxin og annað eru orð sem ég fæ að heyra mjög oft. Það líður ekki oft sá dagur að enginn minnist á það að ég sé lítil en það kemur þó fyrir. Ég hef hingað til ekkert verið að láta það fara of mikið í taugarnar á mér, enda hefur þetta svo sem ekkert hamlað mér. Ég er nógu stór fyrir öll tívolí tæki, get bara náð mér í tröppur eða stól ef mig vantar eitthvað sem er staðsett hátt uppi og ég þekki meira að segja stelpur sem eru minni en ég (sá stundum karlmenn sem voru minni en ég þegar að ég var í S-Ameríku). 
En í dag fannst mér í fyrsta skipti að mér væri mismunað fyrir að vera of lítil. Ég varð í fyrsta skipti reið yfir því að einhver skyldi vera að segja mér að ég væri "fíngerð".
Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum árum kom blóðbankabílinn í Kvennó. Ég hef alla tíð verið hræðilega hrædd við nálar, svo mikið að ég fór oft bara að gráta þegar að átti að bólusetja mann í grunnskóla. Þannig að þarna fannst mér komið tilvalið tækifæri til þess að komast yfir þessa hræðslu og hoppaði beint útí bílinn. Konan fór eitthvað að röfla um að ég væri etv ekki nógu þung, þannig að ég hækkaði bara töluna aðeins og fór í blóðprufu. En var samt svo  hrædd við nálina að ég fékk smávægilegt aðsvif. Konan sagði að ég þyrfti þess vegna að bíða í 6 mánuði eftir næstu blóðgjöf sem og ég gerði. 
Síðan þá hafa allar mína blóðgjafir gengið mjög vel fyrir sig og þetta hefur jafnvel orðið smá ego-boost. Manni líður vel eftir að hafa gefið blóð að sjálfsögðu. 
Ef að ég hef gleymt mér þá er hringt í mig og ég beðin um að koma vegna þess að blóðflokkurinn minn er ekki sá algengasti. 
Það var svo gert í dag. Að sjálfsögðu mætti ég í bankann og tilkynnti þó að ég hafi verið í bólsetningu í júlí. Hún hélt að það væri ekkert mál. Þyrfti bara að bíða í viku eftir að maður er bólusettur. 
En svo kom einhver kona. Hún sagði að ég væri of lítil eða reyndar sagði hún að ég væri of létt miðað við hæð mína (stendur samt á vef blóðbankans að sé maður heilsuhraustur á aldrinum 18-65 og yfir 50 kg megi maður gefa). Ég þekki nú fáar stelpur í minni hæð sem eru mikið þyngri en ég enda er ekki ofsögum sagt að segja að ég sé vel haldin þessa dagana. 
Nei konan hélt nú ekki. Þær væru nýfarnar að fara eftir reglum sem höfðu þó alltaf verið til og henni þætti leiðinlegt að vísa mér frá. Hún sagði að það væru fullt af konum sem væru búnar að gefa oftar blóð en ég sem að þyrfti líka að vísa frá. Bað mig um að koma aftur ef að ég skyldi bæta á mig. Þyrfti að vera tæplega 60 kíló takk fyrir. Þannig að frekar vildi hún fá einhverja sem væru nálægt því að vera of feitar en konur sem höfðu oft áður gefið blóð og væru við hestaheilsu. 
-Hún benti mér þó vinsamlega á að í Asíu væru minni blóðpokar og því gæti ég vel gefið blóð þar.

Monday, November 3, 2008

Læra?

Núna er surfthechannel bilað og ég er að fara yfir um. Ekki eins og ég hafi verið rosa spennt fyrir að horfa á einhvern þátt þegar að ég kom heim úr skólanum. En af því að það er ekki hægt þá finnst mér að ég bara veeerði að horfa á Grey's.
Þetta er bad shit. En ekki næstum því jafn bad og Fjöllin hafa vakað með Skildi Eyfjörð.
Ætli hann hafi bara vaknað einn daginn og fundist hann hafa getað bætt einhverju við þetta lag. Ekki það að mér finnst þetta lag hvort eð er grútleiðinlegt. Eins og flest allt með Bubba. 
Oh nuna var z að detta af lyklaborðinu mínu. Hefði ekki giskað á þann staf þar sem að hann er nú ekki undir miklu álagi. Langt síðan að ég hætti að kalla mig Zigga. Einu sinni bilaði þvottavélin okkar því að 60°var svo sjaldan notað. Gæti verið svipað dæmi hér.. Ætla að prófa að nota z meira þegar að ég er búin að laga þennan takka til að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.
-Zigga

Sunday, October 26, 2008

MC

Þessa síðustu og verstu kuldadaga er ég heldur betur búin að vera að finna skjól í hlýju stelpu rnb/poppi. 
Það sem er helst í spilun þessa dagana eru Ciara, Beyonce, Rihanna, Jazmine Sullivan (mæli með að allir sem ekki hafi heyrt nái sér í My foolish heart) og nýjasta nýtt Leona Lewis.
Ég veit ekki hvað er að gerast en ég held að þetta hafi byrjað með endurkomu best of disksins hennar Mimi í bílnum mínum. Ætti maður að ná sér í Butterfly eða? Kominn nýr kannski?
-SGH  (sem sést mikið þessa dagana hjá mér = Seattle Grace Hospital)

Friday, October 10, 2008

it's yo birthday

Mér finnast afmæli alveg hrikalega skemmtileg. Ég skammast mín ekkert fyrir það að segja að mér finnst mjög gaman að eiga afmæli sjálf. En það er líka ofarlega á listanum hjá mér þegar að einhverjir vinir mínir eða einhver úr fjölskyldunni á afmæli. 
Ekkert er eins skemmtilegt og að finna góða gjöf fyrir vin sinn sem að viðkomandi hefur bæði gagn og gaman af. 
En svona hafa hlutirnir ekki alltaf verið. Ég og Auður vorum að rifja upp styttutímabilið. Þegar að maður gaf alltaf styttu í afmælisgjöf, nánast sama hver átti afmæli. Ef maður fékk boðskort í skólanum valhoppaði maður kátur út í Úlfarsfell og valdi eins skemmtilega styttu úr hillunum. Svo auðvitað tók við 199 kr. búðin þar sem að við eyddum ómældum tíma í að skoða og velja styttur fyrir alltof mörg afmælisbörn. Hvað gerði maður síðan við allar þessar styttur? Ég persónulega hef hent lang flestum styttum sem ég hef eignast um ævina og ef ég á einhverjar ennþá þá eru þær í kassa ofan í skúffu eða inní skáp. En þegar að maður var lítill átti maður sér hillu fyrir styttur. Og bodyshop körfur. Endalaust af bodyshopkörfum með litlu kúlunum sem að urðu bara ónýtar því maður vildi aldrei að nota þær því að körfunum var alltaf svo fínt innpakkað.
Svo var ég að skoða myndirnar hennar Guggu enn á ný um daginn. Þá mundi ég eftir atriðunum. Á ákveðnu tímabili vorum við stelpurnar alltaf með atriði í afmælum hjá hvor annarri. Söng, leik, rapp og ljóða atriði. Jafnvel vídjóverk. Þvílíkur metnaður sem maður hefur lagt í afmæli í gegnum tíðina. Svo hættir manni alltí einu að vera sama.
Ég hélt uppá afmælið mitt með áttræðum fótalausum karli í Berlín og borðaði gúllas með spaghetti í ár. Og hef síðan ekki haldið almennilega uppá það með vinum og vandamönnum. Ég hef aldrei trúað því sem fólk segir um að maður hætti að vilja halda uppá afmælin sín. En ég held að það sé satt. Mér fannst 21 vera mjög gamalt og mér er alveg sama þó að ég hafi ekki haldið veislu. Eða fæstar af vinkonum mínum fagni því að verða 21 árs. 
Mér finnst þetta þó ótrúlega leiðinlegt og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að endurvekja þessa gífurlegu afmælishefð. Gugga má því búast við helling af styttum og skemmtiatriðum í desember.
Kv. Sigga

Sunday, October 5, 2008

Eigum við eitthvað að ræða hvað við erum miklar dúllur? 10.bekkur var klárlega málið. Það er erfitt að ná svona miklum hápunkti svona ungur. Þá er bara ein leið fær. Hate to say it.. en leiðin hefur klárlega legið niðurá við eftir þetta.
ps takið eftir því hvað Gugga er að strike-a fierce pose!

Thursday, October 2, 2008

Gleði

Já ég skal sko segja ykkur það að það er bjart yfir hér á Seltjarnarnesinu. Veðrið er temmilegt, surfthechannel lokaði ekki og ég var að taka til í herberginu mínu eftir næstum margra mánaða bið. 
Ég hef ekkert meira að segja, sorglegt en satt, þá er þetta nóg til að gleðja mig.
Vona að þið hafið það gott samlandar nær og fjær.
Kv. Sigga

Thursday, September 18, 2008

Brazil

Akkúrat núna þegar að þetta veður er að ganga yfir landið er major tilvistarkreppa að ganga frá mér. Afhverju í ósköpunum var ég að koma heim frá Suður Ameríku?! Ef ég hefði ekki farið í þetta Evrópuflakk gæti ég ennþá verið þar að lifa vel og hátt á peningunum sem að ég átti eftir. En nei, ég er eins staurblönk og hugsast getur að hanga í háskólabíói alla daga að læra eitthvað sem er rosa "sniðugt" en ekkert sérstaklega skemmtilegt.
Afhverju gerir maður þetta alltaf? Fer alltaf að læra eitthvað sem er skynsamlegara en það sem að manni langar til að læra. Mig langaði t.d. á félagsfræðibraut í menntaskóla en asnaðist á náttúrufræðibraut því það var skynsamlegara. Svo er ég ekkert að nota það núna einu sinni.
Hvers vegna er ég að lesa fjárhagsbókhald þegar að mig langar miklu frekar að fara til Brasilíu og læra að surfa?
Maður spyr sig

Tuesday, September 16, 2008



Já krakkar mínir í dag var góður dagur. Loksins kom 3. þáttur af Gossip Girl í 2. seríu. Ég er sko búin að vera að bíða eftir honum leeeengi, eða nánar tiltekið í viku.
Eins og mér finnst þetta vera vandræðalega góðir þættir þá finnst mér samt ennþá Summer vera best. Blair Waldorf á bara ekki skít í Summer Roberts í hnyttni og snjallræði. Svo er líka enginn Seth í þáttunum... nema að Chuck eigi að vera svipaður?
Svo má náttla taka það inní dæmið að þetta eru ekki sömu þættir.. en þeir eru allavegana að tröllríða öllu eins og O.C. gerði hér í denn.
Jæja þá er ég búin létta þessu af hjartanu.
Lærdómskveðjur
Sigríður

Friday, September 12, 2008

Á einhver gamlan síma sem ég gæti mögulega fengið lánaðan? Ég er að verða búin með mína...

Tuesday, September 9, 2008

Hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilvikum en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti.Fjörfiskur gengur yfir af sjálfu sér og ekki er til nein sérstök meðferð við honum. Stundum getur hjálpað að leggja kaldan bakstur við ef kippirnir eru mjög óþægilegir. Fjörfiskur er alveg hættulaus og ekki er ástæða til að hafa samband við lækni nema ef fjörfiskur hefur verið í auganu í meira en viku. Til eru sjúkdómar sem lýsa sér með kippum í vöðvum kringum augum, en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Einna þekktastur þeirra er ósjálfráður vöðvaherpingur í kringum auga, en þá lokast augu ósjálfrátt og viðkomandi getur ekki opnað augað eða augun.

Já ég skal segja ykkur það að fjörfiskur er hvimleiður andskoti! Ég er núna búin að vera með fjörfisk í tæpa viku og er orðin heldur stressuð. Lenti neflinlega í því fyrir nokkrum árum að vera með fjörfisk í hægra auga í u.þ.b. ár. Það var skemmtilegt fyrstu 2 dagana.. síðan ekki meir.
Þannig að öll húsráð um það hvernig skal losna við þennan djöful væru vel þegin.

Annars get ég upplýst ykkur um það að í dag er ég gífurlega hamingjusöm. Allir komnir í leitirnar!
Lærdóms kveðjur
Sigríður

Friday, August 22, 2008

Söknuður

Auglýsi eftir þessum stúlkum...

Monday, August 18, 2008

Í dag byrjaði ég eiginlega í Háskóla Íslands. Ég er bara næstum því jafn fullorðins og stóra systir mín mínus það að ég á ekki eiginmann, íbúð og bíl. En þetta er allt að koma.
Rétt í þessu var ég samt að fá slæmar fréttir. Hún Guðný Helga, sem er búin að vera að stunda það að horfa á spænska slúður sjónvarpsþætti, tjáði mér það að ríkir strákar nú til dags (spænskir a.m.k.) vildu bara ríkar stelpur.
Þarna hrundi veröld mín. Ég var að segja henni að það liti út fyrir að vera fátt um fína drætti þarna í þessari viðskiptafræðideild en ég myndi þó láta mig hafa það því að ég ætlaði að næla mér í einn sem að stefndi á að verða ríkur og gæti þá keypt handa mér fullt, fullt af skóm í framtíðinni. Hélt að ég þyrfti að púlla þennan háskóla í eina, max tvær annir!
En það lítur allt út fyrir að ég þurfi að fara að kúpla mig útúr s-ameríku chillinu og setja í gamla góða lærdómsgírinn og demba mér í skuldir og eigið fé. Spennandi!
Ást Sigga

Sunday, August 10, 2008

Fullorðins




Núna er systir mín orðin hrikalega fullorðin, hún gifti sig í gær!
Hún er án efa fallegasta brúður sem að hefur alist upp í 107!
Læt myndirnar tala...

Thursday, August 7, 2008



Jæja núna er ég búin að vera í klukkutíma í vinnunni og ekki enn komið ein sála að skoða sýninguna. Bara 2 iðnaðarmenn og 2 týndir túristar. Þetta er ekki hressandi. En þetta er!
Þetta er bara svona fjársjóður minninga og góðra stunda saman komin á einni síðu. Mér finnst að Gugga eigi endalaust hrós skilið fyrir að hafa staðið sig svona vel í gegnum árin.. þó svo að síðasta albúm hafi komið inn í ágúst í fyrra og innihaldi aðallega MRinga (sem eru þó ágætis fólk upp til hópa).
Hér með vil ég þá heiðra Guggu myndasmið með þreföldu húrra! Húrra! Húrra! Húrra!
Kíkiði svo á mig í vinnuna áður en að ég bráðna úr leiðindum og hita...

Wednesday, July 30, 2008

Það eru alltof margar hrossaflugur á sveimi þessa dagana... held að þetta sé þeirra tími, ég held mig innandyra og er stöðugt á varðbergi!

Friday, July 25, 2008

McCartney

Já hann Jesse okkar er að verða fullorðinn. Ég kunni eiginlega betur við hann með ljósu lokkana og mjúku röddina sína. Þá var hann að flytja slagara eins og ,,beautiful soul" og ,,she's no you".
Núna er hann dottinn í eitthvað rugl og lögin hans heita: ,,leavin' ", ,,freaky", ,,it's over" og svo bootycall lagið hans sem heitir einfaldlega ,,call Jesse".
Ég er ekki að fíla þetta, hvar er ástin ha?!
Og já, ég hef ekkert að gera. Komiði endilega og heimsækið mig í vinnuna.

Thursday, June 26, 2008

Fullkomun



Nuna er lifid mitt einu skrefi naer ad vera fullkomid. Ja, thad er rett... i gaer sa eg Erykuh Badu live a tonleikum. Nuna eru bara Mos Def, Common og Roots eftir og tha er eg god i bili...
En Erykah.. eg veit ekki hvad eg a ad segja. Hvar a madur ad byrja?
Hun er bara svo oendanlega svol og thessir tonleikar voru til thess gerdir ad eg sannfaerdist endanlega um odaudlega ast mina a henni. Allt sem ad hun gerir er kul, og hun veit thad, thar sem ad hun heldur tonleika fyrir fullum sal af folki eins og mer og systur minni sem ad satum med aula/barna/addaunar bros/glott allan timann og kloppudum fyrir ollu sem ad hun gerdi. Hun hefdi abyggilega getad komid.. haldid shitty tonleika og prumpad i mikrafoninn og vid vaerum sattar. En thad gerdi hun ekki. Hun helt sjukustu tonleika sem ad eg hef farid a. Punktur.

Wednesday, June 11, 2008

Fuglar

Eg verd ad segja ad mer og fuglum kemur ekkert serstaklega vel saman. Eftir ad eg for fra Islandi i mars hefur thetta samband okkar einungis versnad.
Thegar ad eg var i Madrid tha vildi Gudny endilega vera ad gefa dufunum braud eins og einhver baviani i Retiro gardinum og thar vorum vid hundeltar af dufum utum allt (dufur fyrir mer eru ekkert nema fljugandi rottur).
Svo i S-Ameriku tha skitu 3 sinnum fulgar a mig.. 2 sinnum a axlirnar og einu sinni a laerid mitt.. og alltaf sogdu spanverjarnir... oh, nu hlytur thu ad verda heppin thvi ad thetta taknar heppni. En nei, eg vard ekki var vid thad og hefdi tha frekar viljad vera ad helvitis fuglaskitsins!
Um daginn for eg svo i dyragardinn i Buenos Aires med brasiliskri vinkonu minni. Henni fannst alveg otrulega fyndid ad eg vaeri hraedd vid gaesir og endur thannig ad hun henti i mig mat (svona dyramat sem ad madur getur keypt til ad gefa ollum dyrunum) og gaesirnar hlupu a eftir mer og eg a undan alveg skithraedd thvi ad thaer virtust mjog aggressivar. Svo eltu thaer okkur utum allt restina af timanum, thannig ad eg var med 10-15 gaesir tolandi a eftir mer allan timann.. og ekki mjog satt!
Svo nuna i Amsterdam tha eru dufurnar ansi kraefar lika og eg hef nokkrum sinnum thurft ad stoppa thvi ad thaer fara ekki fra thegar ad eg biba a thaer a hjolinu minu. Svo i dag haldidi ekki ad thad hafi bara 2 dufur flogid a mig!
Ein straukst vid oskina mina og hin skildi eftir sig sma far a nefinu minu. Nu er mer nog bodid.. og eg fer ad gripa til rottaekra adgerda ef ad thetta haettir ekki! Naesta dufa sem ad messar i mer skal sko fa ad finna fyrir thvi...

Sunday, May 25, 2008

25 mayo

Hallohallo. Nuna er 25. mai sem er svona naestum thvi thjodhatidardagur i Argentinu. Tha byrjadi byltingin fyrir morgum morgum arum og nuna hittast allir og tromma og eitthvad thannig. I ar er Salta adalhatidarborgin sem thydir ad forsetinn aetlar ad koma og tala herna og thad verda risa tonleikar. Thad er mjog hentugt fyrir mig thar sem ad eg er einmitt i Salta nuna. En eg skil samt ekki afhverju allir eru svona spenntir fyrir forsetanum thar sem ad hun er mjog ovinsael herna i Argentinu og folk kallar hana thjof og laeti... Veit ekki med thetta. En thetta lyklabord er alveg off thannig ad eg nenni ekki ad skrifa meira.
-Sigga

Tuesday, May 13, 2008

heimthra

Mig langar bara svo i lakkris!!

Sunday, May 11, 2008

haeho.
Eg er komin aftur til BA nuna og er bara frekar satt. Thad var frekar gott ad komast adeins i burtu en nuna fila eg BA bara enntha betur.
Brasilia var frabaer. Held ad thad se land sem ad madur getur endalaust ferdast um og sed eitthvad nytt. Maturinn thar var frabaer, folkid mjog nice og strondin lika. Eg reyndi eins og eg gat ad fa sma tan. En eg held ad mer se bara ekki aetlad ad vera brun. Fyrstu dagana tha glapti folk alveg a mig thvi ad tho ad thad seu naestum allar tegundir af folki i Rio tha er einstaklega litid um hvitt folk. Fyrsta daginn a strondinni tha spurdi einn madur hvort ad hann maetti snerta mig thvi ad hann hafdi aldrei sed einhvern med svona hvita hud adur. Mer leid svona semi eins og postulinsdukku. En nuna veit eg svona sirka hvernig thad er ad vera dokkur a Islandi. Vid Marina stundudum einnig thann leik ad reyna ad finna einhvern sem ad var hvitari en Sigga.
Sidan i sidustu viku for eg til Ilha Grande sem var mjog gaman lika. Var a stroru hosteli sem ad voru naer eingongu hressir bretar a. Eg for og snorkladi i Blaa loninu theirra (sem er samt frekar graent), og for a Lopes Mendes strondina sem er af morgum talin vera fallegasta strondin i Brasiliu. Hun er allavegana su fallegasta sem ad eg hef sed. Alveg hvit strond og sandurinn var svo finn ad hann er eins og pudur.
En nuna verd eg bara stutt i BA, legg af stad til Iguazu a fimmtudaginn og sidan i sma ferdalag. Mer finnst thetta allt mjog skritid samt. Eftir ruma viku er eg buin ad vera a ferdalagi i 2 manudi... Eg hlakka svona semi til ad koma heim tho ad mig langi thad alls ekki strax. Eg vildi bara ad nokkrir homies gaetu komid hingad og tha vaeri eg satt.
En eg er ad fara a tangoshow sem ad einn kennari i skolanum er ad dansa i.
Peace

Wednesday, April 30, 2008

Borg guds











Hae krakkar. Nuna er eg i Rio sem er ein flottasta og vidkunnanlegasta borg sem eg hef komid til. Kannski finnst mer thad serstaklega thar sem ad eg var komin med semi nog af Buenos Aires sem er frekar skitug og sodaleg borg. Eins sem ad Buenos Aires hefur fram yfir Rio er ad hun er adeins skipulagdari og mikid odyrari.




En i dag er rigning og thvi midur a ad vera rigning fram a manudag samkvaemt spanni sem ad eg var ad skoda. En vonandi er thad bara bull og vitleysa thvi ad thad er daldid erfitt fyrir mig ad tana i rigningu. Held ad strondin se ekkert vodalega vidkunnanleg thegar ad thad er rigning.




En i gaer for eg med Marinu ad skoda midbaeinn thar sem er risa stor markadur alla daga vikunnar sem er med ollu thvi drasli sem ad thu getur imyndad ther.




Svo forum vid med eldgomlum sporvagni upp a haed thar sem er litid og saett hverfi sem heitir Santa Theresa. Thad var alveg otrulega skritin upplifdun ad fara med thessum sporvagni thvi ad krakkar og folk hekk a honum og dingladi ser og husin eldgomul thannig ad mer leid alveg eins og eg vaeri i biomynd.




En eg aetla ad reyna ad setja inn nokkrar myndir.








Tuesday, April 29, 2008

Riooo

Hae eg er i Rio. Alltaf chillandi a strondinni. Mikid af kakkalokkum a gotunum en samt fallegasta borg sem eg hef komid til. Tharf ad drifa mig eg er ad fara a strondina.
Blelli

Saturday, April 26, 2008

Stori Telling by Tori Spelling

Hola krakkar.
Eg for loksins til Uruguay a fimmtudaginn. Thad var svoooo gott ad komast adeins ut ur borginni ur menguninni og sja sjoinn. Colonia er pinu litill baer sem tekur klst. ad fara til med bat fra Buenos Aires. Hann er eldgamall og otrulega kruttlegur. Eg vard alveg astfanginn af honum og mig langadi bara ad flytja thangad. Held ad thad se lika kannski adeins vegna thess ad eg er komin med nog ad BA i bili. Thess vegna fannst mer allt betra i Uruguay. Maturinn, vatnid, folkid og loftid. En eg maeli alveg hiklaust med dagferd til Colonia ef thid eigid leid um.
En nuna er eg ad fara fra BA i bili.. eg er a leidinni til Rio a eftir. Eg var ad tala vid Marinu sem eg verd hja i gaer og hun sagdi ad thad vaeri svona 35 gradur +. Niiiice...
Annars finnst mer bara otrulegt ad eg se buin ad vera herna i manud strax. Tho svo ad thessi manudur se buinn ad vera liklegast sa vidburdarrikasti sem ad eg man eftir hja mer og minum... tha er hann buinn ad lida mjog hratt. Og folkid sem eg kynntist herna er alveg frabaert. En eg kem aftur eftir 2 vikur thannig ad eg aetla ekki ad vera leid yfir ad fara..
Ja og titillinn, Stori Telling by Tori Spelling er bok sem eg rakst a herna a residencinu um daginn. Otrulegt en satt tha hefur einhver keypt ser thessa bok. Og audvitad akvad eg ad lesa hana enda ekki a hverjum degi sem madur faer taekifaeri til ad komast ad hinu sanna um Tori Spelling. Eg komst i gegnum 10 bls og tha gafst eg upp.
Ast og fridur fra Argentinu
-Sigga

Saturday, April 19, 2008

Que Pasa? Ouvapasa

http://news.xinhuanet.com/english/2008-04/18/content_8001162.htm

No Uruguay for me thessa helgi...og eg var meira segja buin adkaupa mer bikini!

Thursday, April 17, 2008

Nosotros

Hey krusimisidullur.
Thad er svooo kalt herna. Undanfarna daga hefur verid mjog kalt og litid um sol. Svona 15-17 gradur og madur skelfur bara. Thad eru lika rosa margir i skolanum komnir med kvef og hita og svona.
Eg er buin ad gera fullt thessa viku lika. For a Malba, borda a finum stodum, versla sma og kaupa mer mida til Evropu og Brasiliu.
A morgun er eg ad fara til Uruguay til ad tana sma.. spain er samt ekkert tryllt god thad eiga neflinlega bara ad vera svona 25 gradur thar en 30 gradur i BA. Er samt ekkert og heit fyrir miklum hita herna, thad er svo mikil mengun neflinlega. Stundum er bara eins og thad se reykur utum allt. I gaerkvoldi og i morgun voru allir bara med thurr augu og hals thvi thad var svo mikill reykur alls stadar og meira segja inni husunum. Eg hugsadi med mer ad eg skyldi sko bara fara ad laera einhverja umhverfismennt og gera thad ad lifsprojecti minu ad gera Argentinu umhverfisvaenni. Her er ekkert endurunnid og ollu hent. Ef madur fer uti bud vilja their lata mann fa svona 5 poka fyrir eitthvad sem kemst fyrir i einum poka. En svo komst eg ad thvi ad baendur sem eru i svona 200 km fjarlaegd fra baenum eru ad brenna landid sitt. Eg skil thetta ekki alveg, en mer skildist a kennaranum minum ad thad skildu thetta voda fair.. thetta vaeri bara eitthvad Argentinskt. (argentinskt=flokid eda haegt)
En eg kem til Evropu 6. juni. Ef einhver vill hitta mig thar tha er thad meira en litid velkomid. Svo er eg ad fara til Amsterdam, Berlin og Koben og byst vid ad koma heim i byrjun juli.
Vona bara ad allir seu hressir og katir
-Sigga

Saturday, April 12, 2008

El silecio loco!

Hae elsku kruttin min.
Eg sakna allra svo mikid, thad eru allir bunir ad vera svo godir vid mig eg a bestu vini og fjolskyldu i heimi. Thad koma erfidir dagar en eg er oll ad koma til thannig ad thad tharf ekki ad hafa miklar ahyggjur af mer.
Nuna i thessu er eg ad leita mer ad ferd til ad fara i thvi ad planid mitt sem eg var komin med um ad fara beint til Rio og sidan til Ila Grande er ekki alveg ad virka. Eg er samt ad hugsa um ad fara kannski bara thangad i svona 2 vikur og koma svo aftur til Argentinu og ferdast bara meira um her i stadinn. Brasilia er einhverra hluta vegna stadur thar sem ad eg thori ekki alveg ad vera ein ad ferdast. En i Rio er eg allavegana med gistingu og innfaedda til ad chilla med mer, en Nina brasiliska stelpan sagdi ad Ila Grande vaeri ekki cool til ad vera ein ad ferdast sem stelpa um. En mig langar samt daldid ad fara thangad og bara chilla i 5 daga eda eitthvad. Fara svo i hardcore backpack ferdalag um Argentinu. Held ad Peru verdi ad bida betri tima.
Annars er bara allt gott ad fretta. I gaer var verid ad hlaupa med olympiukyndilinn herna i gegnum Buenos Aires og vid forum og kiktum a thad. Thad hafdi heyrst ad Maradonna aetti ad hlaupa med kyndilinn og allir voru voda spenntir. En svo skildist mer ad hann hafi bara hlaupid med hann 2 km (ordinn frekar threyttur greyid) og thad var bara einhver kona sem hljop med hann fram hja okkur. Mer er svo sem sama thar sem ad eg er buin ad sja Maradonna lookalike svona trilljon sinnum herna og naest aetla eg ad taka mynd af guttanum, eg held neflinlega ad thetta se sami gaejinn sem eg se alltaf. En thetta var daldid crazy. Loggur utum allt og folk ad motmaela allsstadar og nokkrir sem ad voru rett hja mer voru daldid mis greyin thvi skiltin theirra sogdu FLEE TIBET en ekki free. En thad er hugurinn sem gildir byst eg vid. Loggurnar tharna voru frekar crazy, oskrudu og keyrdu um allt a fjorhjolum og motorhjolum a milljon eins og vitleysingar. Mer stod ekki alveg a sama tharna a timabili. Svo var eitthvad folk sem ad for uppa hugthok og henti fullt af pappir nidur til ad gera thetta flottara. En thad var bara frekar glatad thetta var bara einhver gamall pappir sem stod alls konar a. Svona eins og krakkarnir lita a a leikskolanum minum. Oh hvad eg sakna leikskolans mins...
En nuna aetla eg ad fara, eg aetla ad reyna ad fara ihand og fotsnyrtingu i dag thvi madur faer fotanudd med og thad er meeeega nice.
Bid ad heilsa i snjoinn...
Besos Sigga

Saturday, April 5, 2008

Hola chicos!
Nuna er eg buin ad vera i Buenos Aires i nokkra daga og margt buin ad bralla. Thad er sko nog ad gera herna.. thad vantar ekki. Enda er eg buin ad vera svo threytt i fotunum undanfarna daga ad eg hef att erfitt med ad sofa vegna threytu. En madur timir ekki ad eyda dyrmaetum tima i Argentinu i otharfa svefn. Alltaf thegar ad eg aetla ad leggja mig finn eg eitthvad annad ad gera.
Adan var eg i La Bocca sem var cool.. samt mega turistaplace. Thad er fyrir tha sem ekki vita (mer finnst einhvernveginn eins og allir thekki rosa vel til herna thvi thad eru svo margir islendingar buinir ad vera ad ferdast um herna) tha er thad hverfi thar sem ad er mikid um ad folk se raent. Thess vegna vorum vid bara adallega a adal turistagotunum sem var med svo mikid turistadot ad madur var alveg ad kafna. En thad er samt mjog toff. I gamla daga bjuggu italskir innflytjendur tharna og their maludu oll husin sin mjog litrit med skipamalingu sem their stalu af hofninni. Nuna er allt i crazy litum og eg las ad thetta hefdi aukist mjog mikid sidastlidin ar til thess ad lada ad fleiri turista. Tharna dansa their lika tango a gotunum (fyrir turistana) sem var ad visu mjoooog flott. Fyrsta skipti sem ad eg hef sed tango herna. Eg stefni samt a ad fara a tangoshow i naestu viku thar sem ad madur getur fyrst fengid ad laera sma sjalfur.
Eg losnadi vid ibudina mina og fekk hana endugreidda ad mestu. A morgun fer eg a student residencid thar sem ad flestir krakkarnir sem eg er ad hanga med bua. Thad verdur fint vonandi.. thar er bara ein rotta, engir kakkalakkar!
Skolinn er aedi. Kennararnir og andrumsloftid er svaka fint og alltaf eitthvad sem ad er gert eftir skola. Eg held ad ef ad skolinn hefdi ekki verid svona aedislegur tha hefdi eg bara tekid fyrstu flugvel heim herna eftir 3 daga. Eg var svo bugud af thessum kakkalokkum og eg er eiginlega enntha ad jafna mig. Veit ad thetta hljomar frekar kjanalega en thegar ad thu att heima einhversstadar thar sem ad thu vilt aldrei vera tha verdur madur mjog threyttur. Veit ekki hvort ad thid skiljid hvad eg a vid.
Annars er eg buin ad labba og labba og labba um bara. Skoda Palermo sem er mega toff, hip og trendy hverfi herna thar sem ad er allt fullt af ogedslega flottum budum sem ad eru frekar dyrar (ekki midad vid heima samt) og eru med fullt af fotum eftir argentinska honnudi. Eg missti mig adeins i fyrsta skiptid sem eg for en thad er allt i lagi.
Svo for eg er Recoleta kirkjugardinn sem er mjog flottur. Fullt fullt af grafhysum i litum gardi inni midri borg. Thad var frekar spes, likkistur utum allt og svona.. svo skodadi madur audvitad grofina hennar Evitu thar sem allt var pakkad af turistum.
I gaer var djamm og i kvold er eitthvad harkollu/solgleraugna thema party sem eg er ad paela i ad beila a svo ad eg geti stadid i faeturna a morgun. Eg er lika med svo margar sjonvarpsstodvar a hotelinu minu sem mer til mikillar gledi eru flestar med ensku tali (spaenskan min er ekki ordin nogu god, eda reyndar er hun frekar slaem. En hey eg er bara buin ad laera hana i 3 daga)
Annars bara bid eg ad heila ollum og reyni ad blogga aftur thegar ad eg nenni. Annars vil eg frekar bara chatta a skype thvi thad er skemmtilegara!
Peace out
Sigga

Wednesday, April 2, 2008

La cocaracha!

Allt er gott og gaman nema thad ad eg a hvergi heima thvi eg vil ekki vera i ibudinni minni lengur hun er svo ogedsleg thvi thad eru svo mikid af kakkalokkum. Er ad reyna ad finna hostel nuna i nott thvi skolinn er lokadur i dag thvi ad thad er fridagur herna en svo aetla eg ad reyna ad fa accomondation hja skolaum...
Meira seinna thegar eg er i betra skapi!

Saturday, March 29, 2008

Babymania

Ok mig langar i spaenskt barn! There.. I said it. Thau eru aaadeins og saet, grata aldrei og eiga faranlega saet og falleg fot. Eins gott ad eg er ad fara a morgun thvi eg er farin ad vera hraedd um ad eg hafi ekki stjorn a mer og snatchi einu fra foreldrunum.
Over and out
Sigga

Thursday, March 20, 2008

Ferðakvíði?

Nú fer ég bara alveg að fara að leggjíann. Það er ekki laust við að ég finni fyrir stressi. Það er ekki jafn hlýtt í Madrid og ég hélt og ekki alveg jafn hlýtt í Buenos Aires heldur. Það stressar mig eiginlega alveg hrikalega! Hvað á ég að taka með mér? Þarf ég kannski stærri tösku?
Undanfarnir dagar hafa farið í það að liggja í verstu flensu vetrarins og að kveðja fólk. Það stressar mig líka mjög mikið því að mér finnst að fólk þurfi ekki að kveðja mig neitt svakalega fyrir 3-4 mánuði. Það verður liðið áður en maður veit af.
Mér fannst samt erfitt að kveðja krakkana á leikskólanum. Þegar ég kom þá voru allir úti að leika sér í sól og blíðu með krítar og bolta. Ég hefði ekkert að móti því að eyða sumrinu mínu með krökkunum í chillinu. Ég er eiginlega bara farin að sjá eftir því að fara.. það er allt í svo miklu rugli finnst mér núna og asnalegur tími til að fara til útlanda á.
Næsta færsla verður vonandi skrifuð í fáááránlega góðu chilli í þokkalegri blíðu úr Recoleta!
Heyrumst

Monday, March 3, 2008

Vá hvað ég kann ekki að blogga lengur. Er það ekki líka bara asnalegt nema að maður sé í útlöndum??

Tuesday, January 29, 2008

Vinir og vandamenn í útlöndum

Orð fá því ekki lýst hvað ég elska skype. Einu sinni þegar að systir mín átti heima í Danmörku varð ég alltaf að senda henni sms til að fá að vita hvað hún væri að bralla. Svo safnaðist fjölskyldan saman fyrir framan símann til að hringja í hana reglulega.
En núna tölum við saman oft og lengi, jafnvel meira en þegar að hún bjó hérna heima. Svo voru Arndís og Magga að flytja til France og ég er bara chillin að tala við þær eins og ekkert sé.
Hér er afraksturinn af því samtali:
Heyrumst!
Sigó

Sunday, January 27, 2008

Halló.. þetta blogg er tileinkað systur minni. Svo er því líka ætlað að koma mér í form fyrir Suður-Ameríku. Ég vænti þess að fólk vilji frétta af mér þó ég verði ekki lengi.
Adios
Sigga