Tuesday, September 16, 2008



Já krakkar mínir í dag var góður dagur. Loksins kom 3. þáttur af Gossip Girl í 2. seríu. Ég er sko búin að vera að bíða eftir honum leeeengi, eða nánar tiltekið í viku.
Eins og mér finnst þetta vera vandræðalega góðir þættir þá finnst mér samt ennþá Summer vera best. Blair Waldorf á bara ekki skít í Summer Roberts í hnyttni og snjallræði. Svo er líka enginn Seth í þáttunum... nema að Chuck eigi að vera svipaður?
Svo má náttla taka það inní dæmið að þetta eru ekki sömu þættir.. en þeir eru allavegana að tröllríða öllu eins og O.C. gerði hér í denn.
Jæja þá er ég búin létta þessu af hjartanu.
Lærdómskveðjur
Sigríður

3 comments:

Anonymous said...

spurning hvar maður myndi heldur vilja eiga heima, OC sunny beach california... eða upper east side new york?!?! hmm...

.:Eyjan said...

Einmitt!

Anonymous said...

go blair!!!

-soffa