Tuesday, September 9, 2008

Hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilvikum en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti.Fjörfiskur gengur yfir af sjálfu sér og ekki er til nein sérstök meðferð við honum. Stundum getur hjálpað að leggja kaldan bakstur við ef kippirnir eru mjög óþægilegir. Fjörfiskur er alveg hættulaus og ekki er ástæða til að hafa samband við lækni nema ef fjörfiskur hefur verið í auganu í meira en viku. Til eru sjúkdómar sem lýsa sér með kippum í vöðvum kringum augum, en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Einna þekktastur þeirra er ósjálfráður vöðvaherpingur í kringum auga, en þá lokast augu ósjálfrátt og viðkomandi getur ekki opnað augað eða augun.

Já ég skal segja ykkur það að fjörfiskur er hvimleiður andskoti! Ég er núna búin að vera með fjörfisk í tæpa viku og er orðin heldur stressuð. Lenti neflinlega í því fyrir nokkrum árum að vera með fjörfisk í hægra auga í u.þ.b. ár. Það var skemmtilegt fyrstu 2 dagana.. síðan ekki meir.
Þannig að öll húsráð um það hvernig skal losna við þennan djöful væru vel þegin.

Annars get ég upplýst ykkur um það að í dag er ég gífurlega hamingjusöm. Allir komnir í leitirnar!
Lærdóms kveðjur
Sigríður

5 comments:

.:Eyjan said...

frekar slöpp færsla sis...

Anonymous said...

hahaha já ég man þá tíð þear þú varst með fjörfisk. vonandi læknastu fljótt góða!

luv...Lena

.:Eyjan said...

Bíddu i gær thegar ég skodadi thetta thá var enginn texti nema dagsetning færslunnar...sem mér fannst frekar sløk bloggframmistada...vil leidrétta misskilninginn hér med.
Hefurdu prófad ad kýla thig í augad? Kannski virkar thad...

Unknown said...

En Sigga mín, hugsaðu bara um gamla góða tíma þegar Fjörfiskarnir skunduðu saman á Landsmót skáta :) Þá hlýtur hann að fara...

Gugga Rós said...

fyrirlestratími í gagnagreiningu kl. 8:20 á föstudögum bætir allt. mættu bara og sjáðu til.