Thursday, September 18, 2008

Brazil

Akkúrat núna þegar að þetta veður er að ganga yfir landið er major tilvistarkreppa að ganga frá mér. Afhverju í ósköpunum var ég að koma heim frá Suður Ameríku?! Ef ég hefði ekki farið í þetta Evrópuflakk gæti ég ennþá verið þar að lifa vel og hátt á peningunum sem að ég átti eftir. En nei, ég er eins staurblönk og hugsast getur að hanga í háskólabíói alla daga að læra eitthvað sem er rosa "sniðugt" en ekkert sérstaklega skemmtilegt.
Afhverju gerir maður þetta alltaf? Fer alltaf að læra eitthvað sem er skynsamlegara en það sem að manni langar til að læra. Mig langaði t.d. á félagsfræðibraut í menntaskóla en asnaðist á náttúrufræðibraut því það var skynsamlegara. Svo er ég ekkert að nota það núna einu sinni.
Hvers vegna er ég að lesa fjárhagsbókhald þegar að mig langar miklu frekar að fara til Brasilíu og læra að surfa?
Maður spyr sig

5 comments:

Anonymous said...

sigga mín... þú getur alltaf farið að læra að surfa í brasilíu! hafðu ekki áhyggjur.

.:Eyjan said...

...ef thu vildir virkilega læra ad surfa..thá myndirdu tjékka á surf-kúltúrnum á íslandinu...its pretty poppin right now! Enginn sem segir ad thu thurfir ad vera alltaf i háskólabíó;)
Láttu mig vita ef ég á ad hook u up!

Anonymous said...

Oj nei, mig langar alls ekkert að læra að surfa á Íslandi.. ertu búin að tékka á veðrinu!

Gugga Rós said...

Ég er viss um að það er hægt að catcha ansi góðum öldum utan af strandlengju landsins þessa dagana sigga!

Gugga Rós said...

Jæja hvað segir svo viðskiptafræðingurinn um atburði síðustu daga?