Thursday, September 18, 2008

Brazil

Akkúrat núna þegar að þetta veður er að ganga yfir landið er major tilvistarkreppa að ganga frá mér. Afhverju í ósköpunum var ég að koma heim frá Suður Ameríku?! Ef ég hefði ekki farið í þetta Evrópuflakk gæti ég ennþá verið þar að lifa vel og hátt á peningunum sem að ég átti eftir. En nei, ég er eins staurblönk og hugsast getur að hanga í háskólabíói alla daga að læra eitthvað sem er rosa "sniðugt" en ekkert sérstaklega skemmtilegt.
Afhverju gerir maður þetta alltaf? Fer alltaf að læra eitthvað sem er skynsamlegara en það sem að manni langar til að læra. Mig langaði t.d. á félagsfræðibraut í menntaskóla en asnaðist á náttúrufræðibraut því það var skynsamlegara. Svo er ég ekkert að nota það núna einu sinni.
Hvers vegna er ég að lesa fjárhagsbókhald þegar að mig langar miklu frekar að fara til Brasilíu og læra að surfa?
Maður spyr sig

Tuesday, September 16, 2008



Já krakkar mínir í dag var góður dagur. Loksins kom 3. þáttur af Gossip Girl í 2. seríu. Ég er sko búin að vera að bíða eftir honum leeeengi, eða nánar tiltekið í viku.
Eins og mér finnst þetta vera vandræðalega góðir þættir þá finnst mér samt ennþá Summer vera best. Blair Waldorf á bara ekki skít í Summer Roberts í hnyttni og snjallræði. Svo er líka enginn Seth í þáttunum... nema að Chuck eigi að vera svipaður?
Svo má náttla taka það inní dæmið að þetta eru ekki sömu þættir.. en þeir eru allavegana að tröllríða öllu eins og O.C. gerði hér í denn.
Jæja þá er ég búin létta þessu af hjartanu.
Lærdómskveðjur
Sigríður

Friday, September 12, 2008

Á einhver gamlan síma sem ég gæti mögulega fengið lánaðan? Ég er að verða búin með mína...

Tuesday, September 9, 2008

Hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilvikum en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti.Fjörfiskur gengur yfir af sjálfu sér og ekki er til nein sérstök meðferð við honum. Stundum getur hjálpað að leggja kaldan bakstur við ef kippirnir eru mjög óþægilegir. Fjörfiskur er alveg hættulaus og ekki er ástæða til að hafa samband við lækni nema ef fjörfiskur hefur verið í auganu í meira en viku. Til eru sjúkdómar sem lýsa sér með kippum í vöðvum kringum augum, en þeir eru sem betur fer sjaldgæfir. Einna þekktastur þeirra er ósjálfráður vöðvaherpingur í kringum auga, en þá lokast augu ósjálfrátt og viðkomandi getur ekki opnað augað eða augun.

Já ég skal segja ykkur það að fjörfiskur er hvimleiður andskoti! Ég er núna búin að vera með fjörfisk í tæpa viku og er orðin heldur stressuð. Lenti neflinlega í því fyrir nokkrum árum að vera með fjörfisk í hægra auga í u.þ.b. ár. Það var skemmtilegt fyrstu 2 dagana.. síðan ekki meir.
Þannig að öll húsráð um það hvernig skal losna við þennan djöful væru vel þegin.

Annars get ég upplýst ykkur um það að í dag er ég gífurlega hamingjusöm. Allir komnir í leitirnar!
Lærdóms kveðjur
Sigríður