Sunday, November 30, 2008

Góður Draumur



Mig dreymdi rosalegan draum um daginn. Þannig var að R.Kelly og Usher voru báðir að keppast um athygli mína. Ofmat? Já klárlega, þó svo að ég væri nú ekkert æst í R.Kelly þá hefði maður ekkert á móti smá Usher...
En amk var þetta rosa góður draumur þar sem að þeir voru alltaf að gefa mér alls konar hluti og þannig. 
Spurning hvort að vinur minn The Game fari að láta sjá sig í draumalandinu? - Ég bíð spennt..
-Siga

Monday, November 10, 2008

Eva Longoria má ekki gefa blóð


Það hefur ekki farið fram hjá mér frekar en öðrum að ég er lítil. Nett, fíngerð, smávaxin og annað eru orð sem ég fæ að heyra mjög oft. Það líður ekki oft sá dagur að enginn minnist á það að ég sé lítil en það kemur þó fyrir. Ég hef hingað til ekkert verið að láta það fara of mikið í taugarnar á mér, enda hefur þetta svo sem ekkert hamlað mér. Ég er nógu stór fyrir öll tívolí tæki, get bara náð mér í tröppur eða stól ef mig vantar eitthvað sem er staðsett hátt uppi og ég þekki meira að segja stelpur sem eru minni en ég (sá stundum karlmenn sem voru minni en ég þegar að ég var í S-Ameríku). 
En í dag fannst mér í fyrsta skipti að mér væri mismunað fyrir að vera of lítil. Ég varð í fyrsta skipti reið yfir því að einhver skyldi vera að segja mér að ég væri "fíngerð".
Þannig er mál með vexti að fyrir nokkrum árum kom blóðbankabílinn í Kvennó. Ég hef alla tíð verið hræðilega hrædd við nálar, svo mikið að ég fór oft bara að gráta þegar að átti að bólusetja mann í grunnskóla. Þannig að þarna fannst mér komið tilvalið tækifæri til þess að komast yfir þessa hræðslu og hoppaði beint útí bílinn. Konan fór eitthvað að röfla um að ég væri etv ekki nógu þung, þannig að ég hækkaði bara töluna aðeins og fór í blóðprufu. En var samt svo  hrædd við nálina að ég fékk smávægilegt aðsvif. Konan sagði að ég þyrfti þess vegna að bíða í 6 mánuði eftir næstu blóðgjöf sem og ég gerði. 
Síðan þá hafa allar mína blóðgjafir gengið mjög vel fyrir sig og þetta hefur jafnvel orðið smá ego-boost. Manni líður vel eftir að hafa gefið blóð að sjálfsögðu. 
Ef að ég hef gleymt mér þá er hringt í mig og ég beðin um að koma vegna þess að blóðflokkurinn minn er ekki sá algengasti. 
Það var svo gert í dag. Að sjálfsögðu mætti ég í bankann og tilkynnti þó að ég hafi verið í bólsetningu í júlí. Hún hélt að það væri ekkert mál. Þyrfti bara að bíða í viku eftir að maður er bólusettur. 
En svo kom einhver kona. Hún sagði að ég væri of lítil eða reyndar sagði hún að ég væri of létt miðað við hæð mína (stendur samt á vef blóðbankans að sé maður heilsuhraustur á aldrinum 18-65 og yfir 50 kg megi maður gefa). Ég þekki nú fáar stelpur í minni hæð sem eru mikið þyngri en ég enda er ekki ofsögum sagt að segja að ég sé vel haldin þessa dagana. 
Nei konan hélt nú ekki. Þær væru nýfarnar að fara eftir reglum sem höfðu þó alltaf verið til og henni þætti leiðinlegt að vísa mér frá. Hún sagði að það væru fullt af konum sem væru búnar að gefa oftar blóð en ég sem að þyrfti líka að vísa frá. Bað mig um að koma aftur ef að ég skyldi bæta á mig. Þyrfti að vera tæplega 60 kíló takk fyrir. Þannig að frekar vildi hún fá einhverja sem væru nálægt því að vera of feitar en konur sem höfðu oft áður gefið blóð og væru við hestaheilsu. 
-Hún benti mér þó vinsamlega á að í Asíu væru minni blóðpokar og því gæti ég vel gefið blóð þar.

Monday, November 3, 2008

Læra?

Núna er surfthechannel bilað og ég er að fara yfir um. Ekki eins og ég hafi verið rosa spennt fyrir að horfa á einhvern þátt þegar að ég kom heim úr skólanum. En af því að það er ekki hægt þá finnst mér að ég bara veeerði að horfa á Grey's.
Þetta er bad shit. En ekki næstum því jafn bad og Fjöllin hafa vakað með Skildi Eyfjörð.
Ætli hann hafi bara vaknað einn daginn og fundist hann hafa getað bætt einhverju við þetta lag. Ekki það að mér finnst þetta lag hvort eð er grútleiðinlegt. Eins og flest allt með Bubba. 
Oh nuna var z að detta af lyklaborðinu mínu. Hefði ekki giskað á þann staf þar sem að hann er nú ekki undir miklu álagi. Langt síðan að ég hætti að kalla mig Zigga. Einu sinni bilaði þvottavélin okkar því að 60°var svo sjaldan notað. Gæti verið svipað dæmi hér.. Ætla að prófa að nota z meira þegar að ég er búin að laga þennan takka til að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.
-Zigga