Thursday, March 20, 2008

Ferðakvíði?

Nú fer ég bara alveg að fara að leggjíann. Það er ekki laust við að ég finni fyrir stressi. Það er ekki jafn hlýtt í Madrid og ég hélt og ekki alveg jafn hlýtt í Buenos Aires heldur. Það stressar mig eiginlega alveg hrikalega! Hvað á ég að taka með mér? Þarf ég kannski stærri tösku?
Undanfarnir dagar hafa farið í það að liggja í verstu flensu vetrarins og að kveðja fólk. Það stressar mig líka mjög mikið því að mér finnst að fólk þurfi ekki að kveðja mig neitt svakalega fyrir 3-4 mánuði. Það verður liðið áður en maður veit af.
Mér fannst samt erfitt að kveðja krakkana á leikskólanum. Þegar ég kom þá voru allir úti að leika sér í sól og blíðu með krítar og bolta. Ég hefði ekkert að móti því að eyða sumrinu mínu með krökkunum í chillinu. Ég er eiginlega bara farin að sjá eftir því að fara.. það er allt í svo miklu rugli finnst mér núna og asnalegur tími til að fara til útlanda á.
Næsta færsla verður vonandi skrifuð í fáááránlega góðu chilli í þokkalegri blíðu úr Recoleta!
Heyrumst

5 comments:

Anonymous said...

hey þú bannað að vera svona svartsýn! vonandi ertu ekki að deyja úr kulda í madrid..................... hafðu það gott sigga mín!

kv. Lena

Anonymous said...

sigga sigga gleðilega páska! ertu ekki enn pottó á lífi út úglandinu?
kvsoffa

Gugga Rós said...

gleðilega páskahátíð! þið Guðný hafið auðvitað legið á bæn síðustu daga eins og sannkristnar konur ekki satt?

Anonymous said...

Svona farðu nú að blogga um útlöndin

Gugga Rós said...

Hey Sigga Gyða ég sakna þín og skrifa þinna...