Monday, August 18, 2008

Í dag byrjaði ég eiginlega í Háskóla Íslands. Ég er bara næstum því jafn fullorðins og stóra systir mín mínus það að ég á ekki eiginmann, íbúð og bíl. En þetta er allt að koma.
Rétt í þessu var ég samt að fá slæmar fréttir. Hún Guðný Helga, sem er búin að vera að stunda það að horfa á spænska slúður sjónvarpsþætti, tjáði mér það að ríkir strákar nú til dags (spænskir a.m.k.) vildu bara ríkar stelpur.
Þarna hrundi veröld mín. Ég var að segja henni að það liti út fyrir að vera fátt um fína drætti þarna í þessari viðskiptafræðideild en ég myndi þó láta mig hafa það því að ég ætlaði að næla mér í einn sem að stefndi á að verða ríkur og gæti þá keypt handa mér fullt, fullt af skóm í framtíðinni. Hélt að ég þyrfti að púlla þennan háskóla í eina, max tvær annir!
En það lítur allt út fyrir að ég þurfi að fara að kúpla mig útúr s-ameríku chillinu og setja í gamla góða lærdómsgírinn og demba mér í skuldir og eigið fé. Spennandi!
Ást Sigga

2 comments:

.:Eyjan said...

Systa ég hef trølla-trú á ad thú finnir e-d sem gledur augad á háskólalódinni...thó thad sé ekki nema snúdur á kaffiteríunni;)

p.s. geturu ekki tekid bókhaldid fyrir mig thegar thú ert búin ad læra thetta allt saman??

Gugga Rós said...

Þú hlýtur að finna þér eitthvað ætilegt þarna Sigga mín, annars er sagt að á bak við hvern sterkan mann sé sterk kona svo þú finnur þér bara klárasta lúðann og gerir úr honum sjúkan rollsrojs keyrandi skóaðdáanda...