Friday, October 10, 2008

it's yo birthday

Mér finnast afmæli alveg hrikalega skemmtileg. Ég skammast mín ekkert fyrir það að segja að mér finnst mjög gaman að eiga afmæli sjálf. En það er líka ofarlega á listanum hjá mér þegar að einhverjir vinir mínir eða einhver úr fjölskyldunni á afmæli. 
Ekkert er eins skemmtilegt og að finna góða gjöf fyrir vin sinn sem að viðkomandi hefur bæði gagn og gaman af. 
En svona hafa hlutirnir ekki alltaf verið. Ég og Auður vorum að rifja upp styttutímabilið. Þegar að maður gaf alltaf styttu í afmælisgjöf, nánast sama hver átti afmæli. Ef maður fékk boðskort í skólanum valhoppaði maður kátur út í Úlfarsfell og valdi eins skemmtilega styttu úr hillunum. Svo auðvitað tók við 199 kr. búðin þar sem að við eyddum ómældum tíma í að skoða og velja styttur fyrir alltof mörg afmælisbörn. Hvað gerði maður síðan við allar þessar styttur? Ég persónulega hef hent lang flestum styttum sem ég hef eignast um ævina og ef ég á einhverjar ennþá þá eru þær í kassa ofan í skúffu eða inní skáp. En þegar að maður var lítill átti maður sér hillu fyrir styttur. Og bodyshop körfur. Endalaust af bodyshopkörfum með litlu kúlunum sem að urðu bara ónýtar því maður vildi aldrei að nota þær því að körfunum var alltaf svo fínt innpakkað.
Svo var ég að skoða myndirnar hennar Guggu enn á ný um daginn. Þá mundi ég eftir atriðunum. Á ákveðnu tímabili vorum við stelpurnar alltaf með atriði í afmælum hjá hvor annarri. Söng, leik, rapp og ljóða atriði. Jafnvel vídjóverk. Þvílíkur metnaður sem maður hefur lagt í afmæli í gegnum tíðina. Svo hættir manni alltí einu að vera sama.
Ég hélt uppá afmælið mitt með áttræðum fótalausum karli í Berlín og borðaði gúllas með spaghetti í ár. Og hef síðan ekki haldið almennilega uppá það með vinum og vandamönnum. Ég hef aldrei trúað því sem fólk segir um að maður hætti að vilja halda uppá afmælin sín. En ég held að það sé satt. Mér fannst 21 vera mjög gamalt og mér er alveg sama þó að ég hafi ekki haldið veislu. Eða fæstar af vinkonum mínum fagni því að verða 21 árs. 
Mér finnst þetta þó ótrúlega leiðinlegt og ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að endurvekja þessa gífurlegu afmælishefð. Gugga má því búast við helling af styttum og skemmtiatriðum í desember.
Kv. Sigga

2 comments:

.:Eyjan said...

Ég er ekki styttu-fan en það er víst bara því maður overdozadi á tímabili..sama gildir um ljóta funky kertastjaka. Ég er þó sammála þér um að það mætti endurvekja hefðina og þá kannski í örlítið breyttri mynd:)
p.s. þú varst aldrei með atriði í mínu afmæli!
lov
sis

Anonymous said...

já ég er sammála! höldum áfram að halda upp á afmælin okkar, það gefur góða ástæðu til að borða og drekka í góðra vina hópi